Fær ekki að klippa hár dótturinnar

Amal og George Clooney hafa í nógu að snúast með …
Amal og George Clooney hafa í nógu að snúast með tvíburana sína. mbl.is/AFP

George Clooney hefur í nógu að snúast í samkomubanni vegna kórónuveirunnar og sleppur ekki auðveldlega frá húsverkunum.

„Áhugamál mitt þessa dagana er að setja í tvær til þrjár þvottavélar á dag, þvo diska allan daginn, því börnin eru sóðar,“ segir Clooney léttur í lund en hann og Amal Clooney eiga þriggja ára tvíbura saman. „Þá þarf víst líka að þvo börnunum endrum og eins.“ 

Þá hefur Amal Clooney bannað honum að klippa hár dóttur þeirra.

„Ég snyrti hár sonar míns og mitt eigið hár, en ég hef alltaf klippt mig. Hárið á mér er eins og strá. Ég hef hins vegar ekki klippt hár dóttur minnar. Þá myndi ég lenda í vandræðum. Ef ég klúðra hári sonarins, þá vex það bara aftur, en kona mín myndi drepa mig ef ég snerti hár dótturinnar. Við höfum ekki klippt hana. Síða hárið hennar er gullfallegt.“

mbl.is