Eiginkona og börn eina sem er eftir

John Mayer.
John Mayer. Getty Images

Það eina sem tónlistarmanninn John Mayer skortir er eiginkona og börn. Mayer var spurður hvað hann ætti eftir að klára í útvarpsþætti Andys Cohens á dögunum og svaraði hann á þá leið að hann ætti eftir að stofna fjölskyldu. 

„Það er eitt eftir og það er eiginkona og börn,“ sagði Mayer. Hann sagði að eftir það væri hann búinn með allt á listanum sínum. „Ég hugsaði bara um þetta í gærkvöldi. Af því að bræður mínir eru báðir kvæntir og eiga börn.“

Mayer er 43 ára og finnst hann ekki vera að missa af lestinni. Hann segir að faðir hans hafi verið fimmtugur þegar hann kom til sögunnar og þáttastjórnandinn Andy Cohen tekur undir að hann hafi verið fimmtugur þegar hann eignaðist son sinn. Hann segist ekki vilja eignast barn fyrr en hann er viss um að hann sé búinn að gera allt sem hann vill gera einn.

„Mér líður ekki eins og ég sé of seinn af því ég myndi aldrei vilja eiginkonu og börn á meðan ég er enn að skoða hvað það er þarna úti fyrir mig að skoða.“mbl.is