Eignuðust 6. barnið nokkrum mánuðum eftir það 5.

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin eiga nú sex börn saman.
Alec Baldwin og Hilaria Baldwin eiga nú sex börn saman. AFP

Hilaria Baldwin og Alec Baldwin tilkynntu í gær að sjötta barnið hefði bæst við fjölskylduna nýlega. Tilkynningin hefur vakið mikla athygli því hjónin eignuðust sitt fimmta barn, soninn Eduardo, fyrir aðeins fimm mánuðum. 

Fyrir eiga þau dótturina Carmen Gabrielu, og synina Rafael Thomas, Leonardo Angel Charles, Romeo Alejandro David og svo hinn 5 mánaða gamla Eduardo. 

Hilaria birti mynd af sér með öllum börnunum í gær og skrifaði töluna 7 við. Talan vísar til þess að Alec á eina dóttur, Ireland, úr fyrra hjónabandi. Hún hefur lokað fyrir athugasemdir á færsluna og hafa þau hjónin ekki svarað hvernig barnið kom til sögunnar. mbl.is