Var með Covid þegar hún fæddi son sinn

Witney Carson og eiginmaður hennar Carson McAllister.
Witney Carson og eiginmaður hennar Carson McAllister.

Dancing With The Stars-stjarnan Witney Carson var smituð af kórónuveirunni þegar hún fæddi son sinn í heiminn í byrjun árs. 

Carson greindi frá þessu á Instagram í vikunni. Carson smitaðist rétt fyrir jól en vissi ekki að hún væri smituð. Þá smitaði hún foreldra sína á jóladag. Í kjölfarið þurftu foreldrar hennar að fara í einangrun og voru í einangrun þegar þau hittu barnabarnið sitt í fyrsta skipti. 

„Þau voru ekki búin í einangrun og þurftu að hitta barnabarnið sitt í fyrsta skipti í gegnum glugga. Ég var miður mín yfir því,“ segir Carson. 

Fæðingin var erfið að sögn Carson og þurfti á endanum að taka drenginn litla með bráðakeisaraskurði. 

mbl.is