Á von á sínu fyrsta barni 60 ára

Matt Sorum og Ace Harper eiga von á barni.
Matt Sorum og Ace Harper eiga von á barni. Skjáskot/Instagram

Matt Sorum, fyrrverandi trommari í rokkhljómsveitunum Guns N' Roses og Valvet Revolver, á von á sínu fyrsta barni. Sorum er sextugur en eiginkona hans Ace Harper er töluvert yngri. Þau eiga von á stúlku í sumar. 

Sorum og Harper gengu í hjónaband árið 2013 og eiga nú von á sínum fyrsta erfingja. Hjónin greindu frá meðgöngunni á vef People og síðar á samfélagsmiðlum sínum. 

„Við erum ótrúlega hamingjusöm með þá guðsgjöf sem litla stelpan okkar er. Af öllum þeim ævintýrum sem við höfum upplifað jafnast ekkert á við þá tilfinningu sem fylgir því að stofna loksins okkar eigin fjölskyldu,“ sögðu hjónin. Segjast þau spennt fyrir því að sýna barninu sínu allt það sem lífið hefur upp á að bjóða. 

View this post on Instagram

A post shared by Matt Sorum (@mattsorum)


 

mbl.is