Völdu óvenjulegt nafn á dótturina

Wilmer Valderrama og kærasta hans Amanda Pacheco eignuðust stúlku á …
Wilmer Valderrama og kærasta hans Amanda Pacheco eignuðust stúlku á dögunum. Skjáskot/Instagram

Bandaríski leikarinn Wilmer Valderrama eignaðist á dögunum sitt fyrsta barn með kærustu sinni Amöndu Pacheco. Þau eignuðust stúlku sem hlotið hefur hið óvenjulega nafn Nakano Oceana Valderrama.

Valderrama, sem þekktastur er fyrir að hafa leikið í sjónvarpsþáttunum That 70s Show, sagði að nafnið hefði verið umdeilt innan fjölskyldunnar en parið valdi það eftir ferð sem þau fóru í til Japans. 

„Þetta var ferðalagið þar sem við ákváðum að vera saman, alvöru saman. Japan var stórt augnablik fyrir okkur. Ég var mjög stoltur af þessari ferð því við bundumst sterkum böndum og fundum fyrir því öryggi sem þurfti til þess að halda áfram og skipuleggja lífið. Hugleiða það sem við bæði virkilega þráðum í lífinu,“ sagði Valderrama í viðtali við People.

Nakano er algengt japanskt fjölskyldunafn og þýðir „fyrir miðju“.

„Okkur fannst Nakano sterkt og einstakt nafn. Ég hugsaði með mér að nafnið ætti eftir að vera skemmtilegt umræðuefni fyrir dótturina þegar hún verður eldri en ég ber einnig virðingu fyrir menningu og arfleifðinni sem nafnið ber með sér. Þá heiðrar það þessa fallegu stund okkar foreldranna í Japan þar sem ég sagði „ég elska þig“ í fyrsta sinn.“

Millinafnið Oceana er vísun í starf móðurinnar en hún er köfunarmeistari að atvinnu. „Hún elskar hafið og allt sem því tengist og með þessu nafni heiðrum við móðurina,“ sagði Valderrama.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert