Afastelpan erfir hestakerruna

Lafði Louise erfir sérhannaða hestakerru afa síns.
Lafði Louise erfir sérhannaða hestakerru afa síns. AFP

Louise, dóttir Játvarðs Bretaprins, mun erfa hestakerru og tvo smáhesta afa síns, Filippusar prins. Smáhestarnir og hestakerran voru hluti af jarðarför Filippusar á laugardag. 

Filippus og Louise deildu ást á dýrum og kenndi Filippus henni að stýra hestakerrunni. Louise var mjög hænd að smáhestunum Balmoral Necis og Notlaw Storm, og sást hún þjálfa hestana í hallargörðum Windsor-kastala á laugardag fyrir jarðarförina. 

Í jarðarförinni var hestakerrunni ekið með allri hersingunni en í sætinu voru aksturshúfa Filippusar, hanskar hans og teppi. 

Louise er sögð hafa verið ein af eftirlætisbarnabörnum þeirra Elísabetar II Bretadrottningar og Filippusar en hún eyddi löngum tíma með ömmu sinni og afa í Balmoralkastala 2019.

Hestakerran spilaði hlutverk í útför Filippusar prins.
Hestakerran spilaði hlutverk í útför Filippusar prins. AFP
Soffía hertogaynja af Wessex ásamt börnum sínum James og Louise …
Soffía hertogaynja af Wessex ásamt börnum sínum James og Louise við útför Filippusar. AFP
mbl.is