Sendu afmæliskveðjur yfir hafið

Archie litli fagnar tveggja ára afmæli í dag. Þetta er …
Archie litli fagnar tveggja ára afmæli í dag. Þetta er nýjasta myndin sem hefur verið gefin út af honum.

Archie, sonur Harrys Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex, er tveggja ára í dag. Breska konungsfjölskyldan sendi Archie litla hamingjuóskir yfir hafið í morgun. 

Fjölskyldan hefur ekki hitt Archie litla frá því hann var sex mánaða en þá fluttust Harry og Meghan búferlum frá Bretlandi til Bandaríkjanna. 

Langamma hans, Elísabet Bretadrottning, sendi fallega kveðju á samfélagsmiðlum og með fylgdi ein fyrsta myndin sem var birt af honum.

Karl Bretaprins og Kamilla hertogaynja settu einnig inn fallega færslu með mynd af Karli, Harry og Archie á skírnardeginum. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja birtu svo sömuleiðis fallega fjölskyldumynd úr skírnarveislu Archies.

mbl.is