Hlakkar til að eignast stelpu

Meghan hertogaynja sagðist hlakka til að eignast dóttur.
Meghan hertogaynja sagðist hlakka til að eignast dóttur. skjáskot/YouTube

Meghan hertogaynja af Sussex segir að hún og eiginmaður hennar, Harry Bretaprins, séu í skýjunum yfir því að vera að fara að eignast stelpu. Meghan, sem gengur nú með sitt annað barn, kom fram í góðgerðarþætti á laugardagskvöldi. 

Innslag hertogaynjunnar var tekið upp fyrir fram en þetta var í fyrsta skipti sem hún kom fram opinberlega síðan viðtal hennar hjá Opruh Winfrey var sýnt. 

Meghan sýndi fallega óléttubumbuna í myndbandinu en hún klæddist rauðum blómakjól frá Carolinu Herrera.

„Þegar við hugsum um hana, þá hugsum við um allar ungu konurnar og stúlkurnar um heiminn sem verða að fá tækifærið til þess að leiða okkur áfram,“ sagði Meghan. 

mbl.is