Stone hélt í nafnahefð fjölskyldunnar

Emma Stone nefndi dóttur sína eftir sjálfri sér og móður …
Emma Stone nefndi dóttur sína eftir sjálfri sér og móður sinni. AFP

Leikkonana Emma Stone hélt í hefðirnar þegar hún gaf dóttur sinni nafn. Á fæðingarvottorði dóttur hennar og eiginmanns hennar Daves McCarys kemur fram að litla stúlkan fékk nafnið Louise Jean McCary. 

Nafnið Jean er vinsælt í móðurfjölskyldu Stone. Stone sjálf ber millinafnið og einnig móðir hennar Krista. 

Louise litla kom í heiminn 13. mars síðastliðinn og er fyrsta barn foreldra sinna. 

TMZ

mbl.is