Ungbarn Campbell notar Gucci-skó

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AFP

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell kom heiminum á óvart fyrir nokkrum vikum þegar hún greindi frá því að hún væri orðin móðir. Hin 51 árs gamla fyrirsæta er nú þegar byrjuð að klæða dóttur sína í rándýrar hönnunarflíkur. 

Campbell birti mynd af litlum fótum í mjúkum dúllulegum skóm frá Gucci. Dóttir Campbell var í ljósum sokkum við útsaumuðu skóna. Campbell virðist gera það að vana sínum að birta bara myndir af fótum barnsins og passar að sýna ekki andlit hennar. 

Dóttir Naomi Campbell í Gucci.
Dóttir Naomi Campbell í Gucci. Skjáskot/Instagram

„Hana hef­ur langað í barn lengi, yfir ára­tug. Og all­ir sem eru hissa á því að Camp­bell sé að eign­ast barn ein, á sinn eig­in hátt, þekkja ekki Na­omi Camp­bell. Hef­ur hún ekki end­ur­skil­greint allt sem hún hef­ur snert?“ sagði heim­ildamaður People eftir að Campbell tilkynnti tilkomu dóttur sinnar. 

mbl.is