„Sannleikurinn mun sigra að lokum“

Angelina Jolie.
Angelina Jolie. AFP

Ef marka má Page Six er leikkonan Angelina Jolie að njóta sín í New York um þessar mundir. Hún hefur dvalið í borginni í nokkra daga og fengið sér meðal annars nýtt húðflúr með yfirskriftinni: „Sannleikurinn mun sigra að lokum“. 

Orðin eru tilvitnun í Galileo frá því árið 1633 þegar hann var þvingaður til að sanna fullyrðingu sína um að jörðin hreyfðist um sólina. 

Jolie er um þessar mundir í forræðisbaráttu við fyrrum eiginmann sinn Brad Pitt um börnin þeirra sjö. 

Nýjasta húðflúr Jolie er fyrir ofan tilvitnun í ljóð Rumi sem segir að til sé svæði ofar öllum hugmyndum um rétt og rangt. „Ég mun hitta þig þar.“

Einungis tíminn mun leiða í ljós niðurstöðu þessarar baráttu leikaranna. Eitt er víst að margar fjölskyldur verða fyrir áhrifum sem aðstandendur alkóhólista. Brad Pitt hefur gert sitthvað í sínum málum. Sjáum hvort það dugi til.  

mbl.is