Finnst mikilvægt að börn kunni að taka óléttupróf

Sophia Lorent Abraham ásamt móður sinni Farrah Abraham.
Sophia Lorent Abraham ásamt móður sinni Farrah Abraham. mbl.is/Instagram

Þó Farrah Abraham sé opin og skemmtileg kona þá eru margir sem vilja meina að uppeldisaðferðir hennar séu beinlínis skaðlegar. Hún er fædd árið 1991 og varð því þrítug nýverið. Sophia Lorent Abraham dóttir hennar er fædd árið 2009 og ef marka má fréttir og samfélagsmiðla móðurinnar þá hefur barnið fengið töluverða fræðslu í að taka óléttupróf. 

Abraham vil vera móðir sem stendur sig. Spurning hvort hún sé samt ekki að byrja á öfugum enda. Við myndbönd hennar á samfélagsmiðlum má sjá að fylgjendur hennar eru að hvetja hana að eyða peningunum frekar í sálfræðinga en lýtaaðgerðir. Abraham lætur sér fátt um finnast og heldur áfram að fræða veröldina um hugsjónir sínar. Að útlitið skipti miklu máli og að börn viti hvernig börn verða til. 

Margir muna eftir Abraham úr Teen Mom þáttunum. Eitt er víst að það eru fáir sem ekki hafa skoðun á móðurinni. 

Við ljósmyndir sem hún setti af sér á Instagram á afmælinu sínu þá fjallaði hún um mikilvægi þess að sporna gegn nauðgunarmenningu í heiminum. Eitthvað hefur orðalagið skolast til á afmælisdaginn því einn af fylgjendum hennar skrifaði: „Um hvað í andskotanum ertu að tala?“

Daily Mail

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert