Hefur eignast níu börn á sextán árum

Amanda Owens á níu börn og býr í sveitinni í …
Amanda Owens á níu börn og býr í sveitinni í Yorkshire í Bretlandi.

Það er ótrúlegur kraftur í rithöfundinum Amöndu Owen. Hún á níu börn, skrifar bækur og ræktar kindur og er stöðugt að koma fram í fjölmiðlum að ræða lífið í sveitinni. 

Leikvöllur barnanna er náttúran í kringum býlið og virðist boðskapur hennar vera að laða til sín fólk til Yorkshire. 

Owen er alltaf á fullu enda er býli hennar og eiginmanns hennar Clives stórt og tilkomumikið. Börnin vita fátt skemmtilegra en að leika sér úti með dýrunum. Þau rækta kindur, eru með hesta og svo er fuglalífið fjölbreytt og skemmtilegt að fylgjast með. 

Parið hefur verið saman frá því hún var tvítug. Elsta barnið þeirra er átján ára og það yngsta tveggja ára. Þrátt fyrir miklar annir í sveitinni er Owen dugleg að leyfa fylgjendum sínum að vita hvað það þýðir að búa í sveit. Blómunum eru gerð góð skil svo ekki sé talað um allt dýralífið sem er í kringum stóru fjölskylduna. 

The Yorkshire Shepherdess eru þættir um fjölskylduna sem sýndir hafa verið á Stöð 5 í Bretlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert