Dóttir Campbell í Versace-samfellu

Naomi Campbell
Naomi Campbell AFP

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell virðist elska að klæða dóttur sína í hátískumerkjavöru ef marka má nýjustu mynd hennar ár Instagram. Hún birti á dögunum mynd í story af litlu stelpunni sinni í samfellu merktri tískuvörumerkinu Versace. Fyrir mánuði birti hún mynd af stelpunni sinni þar sem hún var klædd í Gucci-skó. 

Á myndinni sem hún birti í Instastory fylgdi eftirfarandi texti: „Ég elska þig Gianni Versace,“ ásamt hjartatjátákni og þremur hvítum dúfum. Í síðustu viku voru liðin 24 ár frá því að Versace var skotinn til bana. Campbell starfaði oft náið með tískuhönnuðinum og voru þau hinir mestu mátar samkvæmt frétt People.

Skjáskot/Instagram
mbl.is