Sex vikna dóttir Connollys smitaðist af veirunni

Dóttir Kevin Connolly og Zulay Henao smitaðist af Delta afbrigðinu.
Dóttir Kevin Connolly og Zulay Henao smitaðist af Delta afbrigðinu. Skjáskot/Instagram

Rúmlega mánaðargömul dóttir Entourage-leikarans Kevins Connollys smitaðist af kórónuveirunni nú í júlí. Connolly greindi frá þessu í þætti af hlaðvarpinu Victory the Podcast. Connolly og dóttirin smituðust af Delta-afbrigði veirunnar en kærasta hans Zulay Henao slapp. 

„Dóttir mín fékk Covid. Það er erfitt þegar barnið þitt er veikt. Það er ekkert sem maður getur gert fyrir hana. Henni líður vel samt, hún er bara með stíflað nef en hitinn er farinn,“ sagði Connolly. 

Connolly hafði fengið tvo skammta af bóluefni og er þakklátur fyrir. „Það er enginn efi í huga mér að bóluefnið bjargaði mér mikið, því þótt einkennin væru slæm gat ég þetta alveg. Ég er kominn yfir þetta núna, en án bóluefnisins þá myndi ég ekki vilja neinn hluta af þessu Delta-afbrigði veirunnar,“ sagði Connolly. 

Dóttir Connollys og Henao, sem heitir Kennedy, kom í heiminn í júní og er fyrsta barn þeirra.

mbl.is