Dagskrárgerðarkona og grínisti eignuðust dóttur

York Underwood og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir
York Underwood og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir Skjáskot/Instagram

Dagskrárgerðarkonan og íslenskufræðingurinn Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og kanadíski grínistinn York Underwood eignuðust litla stúlku í gær samkvæmt facebookfærslu hjónanna. 

Underwood birti færslu á Facebook þar sem hann heldur á nýfæddri stúlkunni fyrir utan Landspítalann með bláa grímu og í einstaklega fallegum brúnum rúskinnsmokkasínum. Við myndina skrifar grínistinn texta á enskri tungu sem þýðist svo: 

„Í dag var stór dagur fyrir mig. Ég hef hugsað um þetta í langan tíma og hluti af mér efaðist um að ég myndi nokkurn tímann gera þetta.  

EN HÉR ER ÉG!

Ég er í rúskinnsmokkasínum.“

mbl.is