Amanda Knox á von á barni

Amanda Knox á von á barni.
Amanda Knox á von á barni. AFP

Hin bandaríska Amanda Knox á von á barni með eiginmanni sínum Christopher Robinson. Frá þessi greindi hún í nýjasta þætti af hlaðvarpi sínu Labrynths.

Knox er hvað þekktust fyrir að hafa verið ranglega dæmd fyrir að myrða breska námsmanninn Meredith Kercher á Ítalíu árið 2007. Hún var dæmd í 28 ára fangelsi fyrir morðið en hæstiréttur á Ítalíu sýknaði hana árið 2011. 

Knox greindi frá því fyrir mánuði í hlaðvarpi sínu að þau hjónin hefðu glímt við ófrjósemi. Hún missti fóstur gengin sex vikur á leið. 

Þau Robinson gengu í hjónaband í febrúar á síðasta ári. 

mbl.is