Allir ungarnir flognir úr hreiðrinu

Kelly Ripa og Mark Consuelos eru ein í kotinu.
Kelly Ripa og Mark Consuelos eru ein í kotinu. AFP

Allir ungarnir eru formlega flognir úr hreiðri leikarahjónanna Kelly Ripa og Mark Consuelos. Yngri sonur þeirra Joaquin hefur nú hafið nám við Háskólann í Michigan og Ripa og Consuelos því ein í kotinu. 

Ripa birti mynd af þeim hjónunum á Instagram um helgina og sagði þau vera að rúlla því upp að vera orðin aftur ein. 

Joaquin er 18 ára og yngstur þriggja systina. Elstur er Michael sem er 24 ára og miðjubarnið er hin tvítuga Lola. Lola hefur sitt þriðja ár í háskólanum í New York í haust og Michael útskrifaðist frá Tisch skóla í maí á síðasta ári. 

View this post on Instagram

A post shared by Kelly Ripa (@kellyripa)

mbl.is
Loka