Staðfestu óléttuna með hjartnæmu myndbandi

Kylie Jenner á von á sínu öðru barni.
Kylie Jenner á von á sínu öðru barni. AFP

Viðskiptakonan Kylie Jenner staðfesti í gærkvöldi orðróm um að hún gangi með barn undir belti. Sagði hún frá tilvonandi erfingja með hjartnæmu myndbandi þar sem hún sýnir frá því hvernig hún komst að því að hún væri ólétt. 

Þá sýndi hún einnig frá því hvernig hún sagði sínu nánasta fólki og fékk dóttirin Stormi að taka virkan þátt í því að segja frá að lítið systkini væri á leiðinni. 

Orðrómur hafði verið á kreiki um að Jenner og kærasti hennar Travis Scott ættu von á sínu öðru barni. Dóttir þeirra Stormi er þriggja ára gömul en síðan hún fæddist hafa þau hætt saman og tekið aftur saman. 

Þegar Jenner gekk með sitt fyrsta barn hvarf hún úr sviðsljósinu og sagði aðeins frá dóttur sinni þegar hún var komin í heiminn. 

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

mbl.is