Oilily er loksins komið aftur til Íslands

Hollenska fatamerkið Oilily var stofnað í Hollandi 1963 af Willem og Marieke Olsthoorn. Þeirra sýn var að búa til litrík og munstruð barnaföt sem myndu gleðja allt umhverfið, ekki bara barnið sem klæddist fötunum. Fötin urðu strax vinsæl og það voru ekki bara hippar heimsins sem dýrkuðu merkið heldur féll það í kramið hjá öllum stéttum.

Árið 1986 færði merkið sig einnig yfir í kvenföt og þá gátu mæðurnar klæðst í stíl við börnin sín. Þessi föt urðu strax arfavinsæl hjá skapandi mæðrum sem vildu fá meira fjör inn í líf sitt. Það sem hefur einkennt hönnun Oilily frá upphafi er að það eru alltaf einhver smáatriði á hverri flík sem koma á óvart. Það er vasi á skrýtnum stað, óvenjulegt efni eða pífur sem hressa upp á fatnaðinn. Í kringum 1986 fengust Oilily-fötin á Íslandi en svo hættu þau að fást. Nú eru þau hins vegar nýkomin í Englabörn og er óhætt að segja að koma þeirra hafi vakið fortíðarþrá hjá þeim sem dýrkuðu merkið á sínum tíma.

Þótt barnafötin fáist í Kringlunni þá er hægt að panta fullorðinsföt á vef verslunarinnar erlendis. Þar er líka hægt að kaupa rúmföt og allskonar skemmtilega fylgihluti ef þú vilt hafa örlítið meira líf og fjör í kringum þig!

Hægt er að kaupa fullorðinsföt frá Oilily á netinu.
Hægt er að kaupa fullorðinsföt frá Oilily á netinu.
Mamman getur verið í stíl við börnin sín.
Mamman getur verið í stíl við börnin sín.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »