Dóttir Daða og Árnýjar komin með nafn

Daði Freyr og Árný Fjóla eignuðust dóttur á dögunum.
Daði Freyr og Árný Fjóla eignuðust dóttur á dögunum. Ljósmynd/Daði Freyr Pétursson

Gagnamagnshjónin Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir eignuðust sitt annað barn á föstudaginn. Tónlistarmaðurinn greindi frá því á Instagram að dóttir þeirra hefði fengið nafnið Kría Sif Daðadóttir. 

Fyrir eiga þau Daði Freyr og Árný tveggja ára dóttur sem heitir Áróra Björg. Fjölskyldan býr í Berlín þar sem Daði Freyr sinnir tónlistinni. 

Hjónin greindu frá því í apríl að þau ættu von á öðru barni sínu. Þau tóku þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí. „Það er dá­lítið annað, ég er mun ró­legri og gleymi því jafn­vel að ég sé ólétt,“ sagði Árný í viðtali við mbl.is í vor.

mbl.is