Dregur sig í hlé til að vera með fjölskyldunni

Kellan Lutz hefur dregið sig til hlés í þáttunum FBI: …
Kellan Lutz hefur dregið sig til hlés í þáttunum FBI: Most Wanted eftir tvær seríur til að vera með fjölskyldunni. Skjáskot/instagram

Leikarinn Kellan Lutz hefur ákveðið að hætta í þáttunum FBI: Most Wanted til að eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Lutz hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru undanfarið árið en eiginkona hans missti fóstur. 

Lutz greindi frá þessu eftir að fyrsti þáttur af 3. seríu þáttanna fór í loftið. Þar var persóna hans skotin og þurfti að fara á spítala. 

„2020 var erfitt fyrir alla. Ég byrjaði árið á að missa fyrstu dóttur mína, síðan næstum því eiginkonu mína, báða afa mína, auk annars. Allt þetta gerðist í miðjum heimsfaraldri og var ég hinum megin í landinu frá fjölskyldu, vinum og öllu mínu stuðningsneti. Ef árið kenndi mér eitthvað þá var það hversu mikilvæg fjölskyldan er. Eftir að hafa farið með margar bænir og hugsað mikið hef ég ákveðið að flytja fjölskyldu mína aftur til Kaliforníu svo dóttir okkar geti alist upp með ömmum sínum og öfum, frænkum, frændum og frændsystkinum,“ skrifaði Lutz á Instagram. 

Hann og eiginkona hans, Brittany Gonzales, eignuðust litla stúlku í byrjun þessa árs.

View this post on Instagram

A post shared by Kellan Lutz (@kellanlutz)

mbl.is