Hættur að borga Richards meðlag

Charlie Sheen þarf ekki að greiða Denise Riachards meðlag.
Charlie Sheen þarf ekki að greiða Denise Riachards meðlag. AFP

Leikarinn Charlie Sheen hefur óskað eftir því við dómara að hætta að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni, Denise Richards, meðlag, eftir að dóttir þeirra, Sami, flutti inn til hans. Dómari hefur samþykkt beiðnina. 

„Ég held að það sem gerðist í dag hafi verið mjög sanngjarnt. Þetta talar ekki bara inn í samtímann heldur líka inn í söguna,“ sagði Sheen í viðtali við UsWeekly

Sheen og Richards eiga tvær dætur saman, Sami 17 ára og Lolu 16 ára. Lögmaður Richards mótmælti ekki kröfunni en hún mætti ekki á fund dómara vegna vinnu. Sheen hefur farið með fullt forræði yfir dætrum sínum síðan í apríl. Fyrir það höfðu þau deilt forræðinu jafnt.

Þrátt fyrir að deila forræði greiddi Sheen henni meðlag.

mbl.is