Barnaherbergið er stofa en ekki svefnherbergi

Barnaherbergið heima hjá Kristen Dunst er notalegt.
Barnaherbergið heima hjá Kristen Dunst er notalegt. Skjáskot/Youtube

Leikkonan Kristen Dunst opnaði dyrnar að barnaherbergi hins þriggja ára gamla Ennis í viðtali við hönnunartímaritið Architectural Digest. Dunst, sem á líka fjögurra mánaða son, segir eldri son sinn lýsa herberginu sem stofu en ekki svefnherbergi. 

Grænn er þema herbergisins en í stað þess að veggfóðra einn vegg eru allir veggirnir með grænu veggfóðri með refamyndum. Þar eru einnig notalegir stólar og sófi sem þeir eldri geta hlammað sér í til þess að hafa það notalegt. 

Sófinn smellpassar inn í herbergið.
Sófinn smellpassar inn í herbergið. Skjáskot/Youtube

Hönnuðurinn Jane Hallworth hjálpaði Dunst og fjölskyldu að innrétta heimilið. „Fjölskyldan þín er svo félagslynd svo ég vissi að barnaherbergið yrði miðpunkturinn hjá þér. Þú myndir sitja þar, lesa bækur og hanga með barninu,“ sagði Hallworth í viðtalinu. 

„Ennis kallar herbergið stofuna sína, hann kallar það ekki einu sinni svefnherbergið sitt,“ sagði þá Dunst. „Viltu koma í stofuna mína,“ segir hún þann litla segja þegar hann býður fólki inn í herbergið sitt. 

Hér fyrir neðan má sjá Kristen Dunst og hönnuðinn Jane Hallworth spjalla um heimili Dunst. mbl.is