Íhuga að eignast sjötta barnið 54 og 47 ára

Gordon og Tana Ramsay hafa verið gift frá því 1996.
Gordon og Tana Ramsay hafa verið gift frá því 1996. Ljósmynd/Af Facebook

Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay segist vera að íhuga að eignast sjötta barnið með eiginkonu sinni, Tönu Ramsay. Ramsey-hjónin eru töluvert eldri en flest önnur hjón sem eru að skipuleggja barneignir en kokkurinn er 54 ára og eiginkona hans 47 ára. 

„Tana er komin fjóra mánuði á leið,“ sagði Gordon Ramsay í viðtali við Daily Mail á dögunum. Kokkurinn var auðvitað bara að grínast en í ljós kom að hjónin eru opin fyrir því að eignast fleiri börn. Yngsta barnið þeirra, Óskar, er tveggja og hálfs árs. 

„Við ræddum það að eignast annað barn. Ég sagði það frábæra hugmynd. Hún sagði að við ættum að byrja á að skipuleggja það,“ sagði Gordon Ramsay um hjónalífið í faraldrinum. Hann hefur þó smá áhyggjur af því að vera elsti pabbinn í skólanum. „En það er nokkuð sem við hugsum enn um af því það hefur verið svo gaman að verja tíma með Óskari. Bara að fylgjast með honum taka fyrstu skrefinu á ströndinni á Daymer Bay. Horfa á hann fylla munninn af mat. Það hefur haldið okkur á tánum og gert okkur að betri foreldrum.

Hún er ekki ólétt, en við erum að íhuga það,“ sagði kokkurinn til þess að ekkert færi á milli mála. Eiginkona hans Tana Ramsey sagði að það ætti aldrei að segja aldrei. Hún lagði þó áherslu á að hún væri mjög ánægð með fjölskyldu sína eins og hún er í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert