Ramsay spýtti íslenskum hákarli út úr sér

Gordon Ramsay.
Gordon Ramsay. AFP

Íslandsvinurinn og sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay er staddur á Íslandi. Á sama tíma er í Bandaríkjunum verið að kynna sjónvarpsþáttinn Uncharted sem hann tók upp hér á landi í fyrrasumar. Ramsay smakkaði meðal annars kæstan hákarl við litla hrifningu. 

Ramsay, sem er meðal annars þekktur fyrir mikla hörku, sýndi allt annað viðmót þegar hann smakkaði hákarlinn á Norðvesturlandi í fyrra. Í stiklu sem birtist fyrir þáttinn á vef People mátti sjá hann kynnast íslenskri matarmenningu en segja má að hann hafi ekki fallið fyrir henni. Ramsay skálaði á íslenskan máta í brennivíni við tvo Íslendinga. Tilraunin til þess að borða hákarlinn fór ekki betur en svo að hann spýtti honum út úr sér og brennivínið fylgdi með. 

Ramsay spurði íslenskan mann hvort hákarlinn væri góður fyrir heilsuna. Hann svaraði á íslensku og sagði svo vera, hákarlinn væri góður fyrir liðamótin. „Svo er betra að kúka líka,“ bætti hann við. 

Þátturinn um Ísland verður sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni National Geographic á sunnudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert