Dóttir Önnu prinsessu elskaði Ísland

Mike og Zara Tindall skelltu sér til Íslands nýlega.
Mike og Zara Tindall skelltu sér til Íslands nýlega. Samsett mynd

Breska kóngafólkið Zara og Mike Tindall fóru í frí til Íslands á dögunum. Zara sem er dóttir Önnu prinsessu er næ­stelsta ömmu­barn Elísa­bet­ar Breta­drottn­ing­ar heitinnar. Eiginmaður hennar, Mike Tindall, deildi myndum frá ferðinni á Instagram-síðu sinni. 

„Takk fyrir Ísland!!! Þvílíkur staður,“ skrifaði Mike Tindall þegar hann deildi myndum og myndskeiðum sem hann klippti saman. Tindall-hjónin vörðu tíma í Reykjavík en nutu líka íslenskrar náttúru þrátt fyrir snjó og frost. 

Það sem sam­ein­ar Zöru og Mike Tindall er ástríða þeirra á íþrótt­um en Zara er fyrr­verandi heims­meist­ari í hestaíþrótt­um og Mike Tindall var í breska rúbbí­landsliðinu. Það kemur því ekki á óvart að þau hafi ákveðið að kafa í ísjökulköldu vatni og lenda í fleiri ævintýrum á Íslandi í stað þess að liggja á sólarströnd. 

Hér fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Mike Tindall deildi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert