Gordon Ramsay á klakanum

Gordon Ramsey.
Gordon Ramsey. AFP

Sjónvarpskokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er staddur hér á landi. Mbl.is fékk veður af kappanum niðri í miðbæ Reykjavíkur í kvöld á vínstúku nokkurri. 

Ramsay hefur komið til Íslands reglulega í gegnum árin. Þá hefur hann tekið upp þætti hér á landi, heimsótt veitingastaði, keypt sér úr og veitt lax. Hann hefur gert íslenskri matarmenningu góð skil í þáttum sínum og varði hér dágóðum tíma á síðasta ári við tökur á tveimur þáttum.

Mbl.is hefur ekki heimildir fyrir því hvað sé á dagskrá hjá kappanum í þetta skiptið, en það mun eflaust innihalda afbragðs mat og drykk. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er vinsæl hugmynd að ástin lifi sjálfstæðu lífi og lúti ekki vilja manns. Góðar sálir dragast að þér í von um að þú þarfnist þeirra.