Tökum á tveimur þáttum á Íslandi nýlokið

Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey.
Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsey. AFP

Sjónvarpsstöðin National Geographic þurfti að stöðva framleiðslu á 77 þáttum með 394 klukkustundum af efni í yfir tíu löndum víðs vegar um heiminn þegar kórónuveiran fór á flug.

Undanfarið hafa upptökur á mörgum þáttanna hafist að nýju. Til að mynda er upptökum lokið á þáttunum „Gordon Ramsay: Uncharted“ á Íslandi, í Króatíu, Finnlandi og Portúgal.

Sömuleiðis var nýverið tekinn upp hér á landi þátturinn Running Wild with Bear Grylls.

Jon Kroll, sem hefur umsjón með þætti sjónvarpskokksins Ramsay, segir framleiðendurna hafa fengið hjálp frá sérfræðingum í hernum. „Við hefðum getað beðið þangað til á næsta ári en við vildum virkilega hefja störf að nýju svo lengi sem við gætum snúið aftur heil á húfi,“ sagði hann við Deadline.

Skrítnasta áskorunin, að sögn Kroll, voru misjafnar reglur á flugvöllum í tengslum við kórónuveiruna. „Ruglingur var stærsta vandamálið vegna þess að reglurnar voru að breytast í hverri viku,“ bætti hann við.mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.