Drake kann að halda barnaafmæli

Drake með stoltinu sínu. ,,Adonis keyrir inn í fjórða árið,
Drake með stoltinu sínu. ,,Adonis keyrir inn í fjórða árið," stendur á veggspjaldinu. Skjáskot/Instagram

Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake hélt upp á fjögurra ára afmæli sonar síns, Adonis, um helgina. Deildi hann tveimur afmæliskveðjum helguðum afmælisstráknum á instagram ásamt því að birta myndir úr afmælisveislunni í sögu.

Af myndskeiðunum að dæma var mikið húllumhæ í veislunni þar sem öllu var tjaldað til. Körfubolta- og kappaksturbílaþema var í afmælinu og eru það sennilega eftirlætisíþróttagreinar afmælisstráksins. Teiknimyndapersónan „Kalli kanína“ úr vinsælu kvikmyndinni The Space Jam mætti líka á svæðið og klæddist íþróttatreyju merktri körfuboltahetjunni LeBron James. Afmælisstrákurinn tók ástfóstri við kanínuna, leiddi hana út um allt og gaf henni popp með sér að borða.

Drake stillti sér upp ásamt afmælisbarninu og skein ánægjan úr andlitum þeirra beggja, enda er litli Adonis stolt föður síns.

mbl.is