Ávaxtakarfan snýr aftur á svið

Ávaxtakarfan snýr aftur á svið.
Ávaxtakarfan snýr aftur á svið. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Vinsælasta barnaleikrit landsins, Ávaxtakarfan, snýr aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu.

Leikritið er alkunnugt þjóðinni síðan 1998 þar sem það var sýnt í Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum á borð við Andreu Gylfadóttir, Páli Óskari Hjálmtýssyni og Gunnari Hanssyni.

Í verkinu er tekist á við fordóma, einelti og mismunun á einlægum nótum þar sem börn og
foreldrar fá að fylgjast með lífinu í ávaxtakörfunni með leik, söng, sirkus og dansi.

Sagan segir frá samskiptum íbúa Ávaxtakörfunnar þar sem gengur á ýmsu til að ná sátt og
samlyndum því sumir eru jú ber og aðrir eru grænmeti.

Höfundur handrits er Kikka K. M. Sigurðardóttir en Gói Karlsson leikstýrir. Höfundur tónlistar og tónlistarstjóri er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, María Ólafsdóttir, Karl Ágúst Úlfsson, Jón Svavar, Viktoría Sigurðardóttir, Katla Njálsdóttir, Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Meyvant Kvaran fara með hlutverk í leikritinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert