Eignuðust þriðja barnið í leyni

Seth Meyers er orðinn þriggja barna faðir.
Seth Meyers er orðinn þriggja barna faðir. AFP

Spjallþáttastjórnandinn Seth Meyers og eiginkona hans Alexi Ashe eignuðust dóttur í september síðastliðnum. Litla stúlkan er þriðja barn foreldra sinna og hefur fengið nafnið Adelaide.

Meyers, sem stýrir spjallþættinum Late Night with Seth Meyers, greindi frá fæðingu dóttur sinnar í sérstökum þakkargjörðarþætti á fimmtudag í síðustu viku. Með honum í innslaginu voru foreldrar hans Hillary og Larry Meyers, bróðir hans Josh og synir hans Ashe Olson og Axel Strahl. 

Í myndbandinu sjást þeir Ashe og Axel hoppa og skoppa í sófa í samstæðum búningum. Síðan komu þeir áhorfendum á óvart og sýndu litlu systur sína í eins búningi. Þá tilkynnti faðir þeirra að þau hefðu eignast þriðja barnið. 

mbl.is