Gaf brjóst rétt fyrir rauða dregilinn

Leigh-Anne Pinnock þarf að djöggla mörgum boltum um þessar mundir.
Leigh-Anne Pinnock þarf að djöggla mörgum boltum um þessar mundir. Skjáskot/Instagram

Söng- og leikkonan Leigh-Anne Pinnock hefur haft í nógu að snúast undanfarið. Fyrir þremur mánuðum eignaðist Pinnock tvíbura ásamt unnusta sínum, Andre Grey. Að vera nýbökuð tvíburamamma, tónlistar- og leikkona getur verið vandasamt en Pinnock hefur einstakt lag á að halda öllum þessum boltum á lofti.  

Forsýning á kvikmyndinni Boxing Day, þar sem Pinnock fer með hlutverk Georgiu, fór fram fyrr í vikunni. Pinnock mætti stórglæsileg á rauða dregilinn ásamt kærasta sínum. Áður en hún kom fram á dreglinum sinnti hún móðurhlutverkinu og gaf tvíburunum brjóst baksviðs. 

Samvkæmt frétt frá Daily Mail er Pinnock þekktust fyrir að vera ein þriggja liðskvenna í bresku stúlknasveitinni Little Mix en nú hefur hún einnig verið að gera það gott á hvíta tjaldinu.

„Þvílíkt og annað eins kvöld, alveg yfirþyrmandi ótrúlegt,“ sagði Pinnock við tilfinningaríka myndafærslu sem hún deildi á Instagram. „Að sjá frumraun mína í leiklist á þessum aldri og fara með aðalhlutverk í heilli kvikmynd! Takk fyrir að taka áhættuna á mér. Þetta er kvikmynd sem við þurfum öll á að halda núna,“ ritaði hún einnig við færsluna.

mbl.is