Var með mikinn aðskilnaðarkvíða

Diane Kruger vildi ekki vera frá barninu sínu.
Diane Kruger vildi ekki vera frá barninu sínu. AFP

Diane Kruger segist hafa átt erfitt með að snúa aftur til vinnu eftir barnsburð og var haldin miklum aðskilnaðarkvíða.

„Dóttir mín var sex mánaða þegar ég fór aftur í tökur. Ég var svo áhyggjufull um að hún myndi gleyma mér á meðan. Ég var með mjög alvarlegan aðskilnaðarkvíða,“ segir Kruger í viðtali við Extra.

„Sem betur fer voru aðrar konur þarna sem skildu mig og ég gat talað við um kvíða minn og þær hjálpuðu mér mikið. Þarna vann ég með konum á borð við Jessicu Chastain og Penelope Cruz. Þær eiga börn og ná samt að afreka svo mikið. Það var mér mikill innblástur. Þær þurfa að forgangsraða og vita hvenær á að segja nei.“

Kruger sem er 45 ára á þriggja ára dóttur með kærasta sínum Norman Reedus.

Í viðtali við The Telegraph segist hún hafa verið ánægð með þá ákvörðun að bíða með barneignir þar til hún yrði fertug.

„Ég er svo ánægð að hafa ekki eignast barn um þrítugt. Ég held að ég hefði séð eftir því, því maður þarf að gefa svo margt upp á bátinn. Í dag er ég ánægð að þurfa þess.“

„Ég hef mætt í öll partíin, farið til allra landa sem mig langaði að heimsækja, þannig að ég er 100% tilbúin til þess að veita barninu alla mína athygli. Ég hefði hins vegar ekki verið reiðubúin í það verkefni um þrítugt.“

View this post on Instagram

A post shared by Diane Kruger (@dianekruger)

View this post on Instagram

A post shared by Diane Kruger (@dianekruger)mbl.is