„Hættu að kyssa dóttur þína á munninn“

Feðginin Harper og David Beckham.
Feðginin Harper og David Beckham. Skjáskot/instagram

Aðdáendur fyrrverandi fótboltakappans Davids Bekchams biðja hann vinsamlegast að hætta að kyssa dóttur sína á munninn fyrir fullt og allt. Beckham deildi myndum af sér ásamt einkadótturinni, Harper sem er 10 ára, þegar þau voru saman úti í morgungöngu á dögunum.

Myndirnar af feðginunum virðast saklausar en mörgum þykir faðirinn vera farinn að ganga of langt. Fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá. 

„Hún er orðin stór stelpa, það er kominn tími til að þú hættir að kyssa hana á munninn,“ er ein þeirra fjölda athugasemda sem skrifaðar hafa verið í gagnrýnistóni til Beckhams.  

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Beckham er gagnrýndur fyrir að kyssa dóttur sína beint á munninn en margir telja slíka kossa af kynferðislegum toga. Aðdáendur Beckhams virðast skiptast í tvær fylkingar varðandi kossana og taka ófáir upp hanskann fyrir hann. 

„Fallegt feðginasamband. Þetta er alveg eðlilegt.“


 

mbl.is