Vill bara hlusta á lög eftir mömmu sína

Hilary Duff er þriggja barna móðir.
Hilary Duff er þriggja barna móðir. Skjáskot/Instagram

Söng- og leikkonan Hilary Duff segir dóttur sína, Banks sem er þriggja ára, vilja ekkert annað en að hlusta á lög eftir mömmu sína í bílferðum. Duff segist nauðbeygð til að hlusta á gömul lög sem hún söng þegar hún var uppi á sitt besta í hvert einasta skipti sem hún situr í bíl með dóttur sinni.

Hilary Duff gaf út lagið Sparks árið 2015 og segir hún lagið verið í stöðugri endurspilun þegar þær mægður eru á akstri saman. 

„Ég get ekkert gert í þessu. Í hvert skipti sem við förum inn í bíl þarf ég að hlusta á mína eigin tónlist vegna þess að annars öskrar dóttir mín bara,“ sagði Duff í nýlegu viðtali við tímaritið Cosmopolitan, fréttamiðillinn Daily Mail greindi frá.

„Ég vil Sparks, ég vil Sparks, ég vil sparks, öskrar hún stöðugt,“ sagði Duff. „Oft þegar ég er að keyra hana í leikskólann erum við með lagið í botni en svo þegar ætla að leggja bílnum þá lækka ég oftast niður í laginu þá verður hún ekki glöð og skilur ekki hvers vegna ég sé að lækka,“ viðurkenndi Duff og sagði að sér væri farið að finnast þetta frekar vandræðalegt uppátæki dóttur sinnar.

Hilary Duff á þrjú börn, Luca, 9 ára, sem hún á með fyrrverandi eiginmanni sínum Mike Comrie og dæturnar tvær Banks, 3 ára og Mae, 9 mánaða sem hún og eiginmaður hennar til þriggja ára, Matthew Koma, eiga saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert