Reyndi að eignast annað barn ein

Teri Hatcher árið 2005. Leikkonan reyndi á sínum tíma að …
Teri Hatcher árið 2005. Leikkonan reyndi á sínum tíma að eignast annað barn. REUTERS/Tobias Schwarz

Leikkonan Teri Hetcher úr Aðþrengdum eiginkonum á eitt barn. Hún reyndi að eignast annað þegar hún var komin yfir fertugt en missti fóstur. Hetcher ætlaði að ala barnið upp ein. 

Hetcher opnaði sig um ferlið þegar umræða um gjafasæði kom upp. „Ég gerði það,“ sagði hin 57 ára gamla leikkona í viðtali við E!. „Það gekk ekki hjá mér en ég reyndi að eignast annað barn ein og ég fór í gegnum þetta allt, fékk gjafasæði. Ég missti reyndar fóstur, því miður.“

Þrátt fyrir að meðgangan hafi ekki endað eins og Hatcher vonaðist eftir sagði hún ferlið hafa verið skemmtilegt. Hún gat meðal annars valið hvort sæðisgjafinn notaði gleraugu, hvort hann hefði fengið bólur og hversu hávaxinn hann var. „Það er mjög áhugavert þegar þú hugsar um það þannig,“ sagði Hatcher sem opnaði sig alveg óvænt um reynsluna. 

Hatcher á 24 ára gamla dóttur með fyrrverandi eiginmanni sínum Jon Tanney. mbl.is