Fyrrverandi stakk upp á skrítna nafninu Epli

Gwyneth Paltrow og Chris Martin völdu nafnið Apple á frumburð …
Gwyneth Paltrow og Chris Martin völdu nafnið Apple á frumburð sinn. AFP

Hollywoodstjarnan Gywneth Paltrow á dótturina Apple eða Epli með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Chris Martin. Apple er að verða 18 ára en nafnið vakti mikla athygli þegar litla stúlkan þeirra fæddist á sínum tíma. 

„Pabbi hennar stakk upp á nafninu og ég féll alveg fyrir því. Mér fannst það frumlegt og svalt,“ greindi Paltrow frá á Instagram á dögunum og sagðist ekki geta ímyndað sér betra nafn fyrir dóttur sína. Fyrrverandi hjónin Paltrow og Martin eiga einnig hinn 16 ára gamla Moses. 

Stjörnunöfnin hafa bara orðið frumlegri á síðustu árum. Athafnamaðurinn Elon Musk og listakonan Grimes eiga líklega vinninginn. Foreldrarnir eiga son sem heitir i X Æ A-Xii. Dóttir þeirra heitir Exa Dark Sideræl. Börnin eru kölluð X og Y. 

Paltrow ásamt dóttur sinni Apple.
Paltrow ásamt dóttur sinni Apple.
mbl.is