Fjórtán ára á forsíðu Vogue

Salma Hayek og dóttir hennar Valentina Paloma Pinault.
Salma Hayek og dóttir hennar Valentina Paloma Pinault. Skjáskot/Instagram

Hin 14 ára gamla Valentina Pinault prýðir forsíðu Vogue í Mexíkó í maí. Pinault er dóttir leikkonunnar Sölmu Hayek og sátu þær mægður saman fyrir í myndatökunni. Mæðgurnar þykja einstaklega líkar og segir Hayek frá því að dóttir hennar sé strax farin að stela af henni fötum. 

„Við rífumst um föt, því hún stelur öllu úr fataskápnum mínum. Ég hef aldrei fengið að ráða því í hverju hún gengur,“ sagði Hayek.

Á forsíðunni sitja þær mæðgur fyrir í fötum frá Gucci. Móðurfyrirtæki Gucci er Kering sem eiginmaður Hayek og faðir Pinault, Froncois-Henri Pinault stýrir. 

Í viðtalinu ræða þær Hayek og Pinault um tísku en þær deila því áhugamáli. „Sannleikurinn er sá að þegar kemur að fötum, þá elska ég fötin hennar, en almennt séð klæðist ég því sem ég elska. Ég tek varla eftir merkjum. Svo finnst mér gaman að nýjum og gömlum fötum,“ sagði Pinault.

mbl.is