Fermdist í dragt af mömmu sinni

Ísabella prinsessa ásamt foreldrum sínum.
Ísabella prinsessa ásamt foreldrum sínum. Skjáskot/Instagram Det Danske Kongehus

Ísabella prinsessa Danmerkur fermdist á dögunum í dragt af móður sinni. Um er að ræða kremlitaða Max Mara buxnadragt sem Mary prinsessa hefur oft sést í. Þá var yngri systirin Jósefína í gömlum sumarkjól frá eldri systur sinni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísabella prinsessa stelst í fataskáp móður sinnar en í tilefni af 15 ára afmæli sínu um daginn voru teknar myndir af henni í Paul Smith jakka móður sinnar. 

Mary krónprinsessa var hin glæsilegasta í kóral rauðum kjól úr smiðju Andrew Gn. Kjóllinn var afar fallegur í sniðinu með víðum ermum og belti með skrautsteinum á. Talið er að kjóllinn kosti hátt í hálfa milljón íslenskra króna.

Ísabella fermdist í dragt af móður sinni.
Ísabella fermdist í dragt af móður sinni. Skjáskot/Instagram Det Danske Kongehus
Mary krónprinsessa í Max Mara dragtinni í opinberri heimsókn til …
Mary krónprinsessa í Max Mara dragtinni í opinberri heimsókn til Svíþjóðar árið 2017. Nú hefur dóttir hennar tekið ástfóstri við dragtina. Skjáskot
Stoltir foreldrar á fermingardegi Ísabellu prinsessu.
Stoltir foreldrar á fermingardegi Ísabellu prinsessu. AFP
Fjölskyldan var öll hin smekklegasta í fermingunni. Ísabella var í …
Fjölskyldan var öll hin smekklegasta í fermingunni. Ísabella var í dragt af móður sinni og yngri systirin var í gömlum kjól af Ísabellu prinsessu. Strákarnir voru allir í bláum jakkafötum. Mary krónprinsessa skar sig úr í eldrauðum kjól. Skjáskot/Instagram
Ísabella klæðist hér Paul Smith dragt frá móður sinni.
Ísabella klæðist hér Paul Smith dragt frá móður sinni. Skjáskot/Instagram
Hundurinn fékk að vera með á einni mynd.
Hundurinn fékk að vera með á einni mynd. AFP
mbl.is