Eiga von á barni eftir fjölda fósturláta

Tónlistarkonan Christina Perri á von á öðru barni.
Tónlistarkonan Christina Perri á von á öðru barni.

Tónlistarkonan Christina Perri og eiginmaður hennar Paul Costabile eiga von á barni. Perri hefur misst fjölda fóstra undanfarin ár og fæddi andvana dóttur árið 2020. 

Perri birti fallegt myndband af því hvernig þau sögðu fjögurra ára dóttur sinni Carmellu frá því að von væri á lítilli systur. 

„Rosi sendi Carmellu litla systur og við erum mjög spennt,“ skrifaði Perri við myndbandið og vísaði þar til dótturinnar sem fæddist andvana.

mbl.is