Lilibet Diana kom í fyrsta skipti til Bretlands á eins árs afmælinu

Lilibet Diana brosti til Misan Harriman þegar þessi ljósmynd var …
Lilibet Diana brosti til Misan Harriman þegar þessi ljósmynd var tekin í afmælisveislu hennar á laugardaginn. mbl.is/Instagram

Lilibet Diana varð eins árs á laugardaginn. Foreldrar hennar, hertogahjónin af Sussex, voru stödd í Bretlandi til að fagna 70 ára afmæli Elísabetar ll. Bretlandsdrottningar. Þau gerðu sér lítið fyrir og héldu fallega afmælisveislu í garðinum í Frogmore Cottage-húsinu. 

Veisluna sóttu vinir og hluti af fjölskyldunni. Ljósmyndarinn Misan Harriman mætti í afmælið ásamt Camillu Holmstroem eiginkonu sinni og dætrum þeirra tveimur. Harriman er góður vinur foreldanna, Meghan og Harry, og er ljósmyndarinn sem tók myndirnar af hertogaynjunni þegar hún var ófrísk á sínum tíma. Harriman er einn helsti baráttumaður Black Lives Matter- hreyfingarinnar í Bretlandi og er stjórnarformaður Southbank Centre sem er stærsta menningarmiðstöð Bretlands. 

Elísabet drottning mætti í afmælið en vildi ekki láta taka ljósmynd af sér með afmælisbarninu. Hertogahjónin Vilhjálmur og Katrín sáu sér hins vegar ekki fært um að mæta en þau voru ásamt börnum sínum í Wales fyrir hönd drottningarinnar. 

Meghan Markle og Camilla Holmstroem ásamt dætrum sínum. Ljósmyndina tók …
Meghan Markle og Camilla Holmstroem ásamt dætrum sínum. Ljósmyndina tók Misan Harriman í afmælinu á laugardag og birti á Twitter síðu sinni í kjölfarið. Ljósmynd/Instagram

Eins og myndirnar sýna var boðið upp á fallega garðveislu og virðist Lilibet Diana bara kunna vel við sig í garðinum. Hún klæddist fallegum fatnaði frá barnafatamerkinu Amaia sem konungsbörnin eru mikið í þessa dagana. 

Gjafirnar sem Lilibet Diana fékk voru ekki af verri endanum. Hún fékk meðal annars bleika Volkswagen-bjöllu sem hún getur keyrt með aðstoð foreldra sinna. Það söfnuðust einnig 100 þúsund Bandaríkjadalir í nafni barnsins á afmælisdaginn. 

Lilibet Diana var að heimsækja Bretland í fyrsta sinn og flaug fjölskyldan aftur til Kaliforníu á sunnudag með nóg af dóti fyrir börnin sín í farangrinum. 

Daily Mail

mbl.is