Alexandra og Móeiður opna verslun

Móeiður Lárusdóttir og Alexandra Helga Ívarsdóttir
Móeiður Lárusdóttir og Alexandra Helga Ívarsdóttir Ljósmynd/moaogmia.is

Al­ex­andra Helga Ívars­dótt­ir, eig­in­kona Gylfa Þórs Sig­urðsson­ar, og Móeiður Lár­us­dótt­ir, eig­in­kona Harðar Björg­vins Magnús­son­ar, hafa opnað net verslunina Móa&Mía.is. Alexandra og Gylfi eiga eina dóttur sem heitir Melrós Mía. Móeiður og Hörður eiga tvær dætur, eldri dóttir þeirra heitir Mattea Móa, yngri dóttir fæddist í síðasta mánuði og ekki hefur verið greint frá nafni hennar.

Netverslunin selur barnaföt, fjölbreyttar barnavörur og vörur fyrir foreldra sem vilja vera í stíl við börnin sín. Þær segjast leggja upp með að bjóða upp á vandaða og fallegar vörur. Á heimasíðunni má finna 11 vörumerki og þær hyggjast bæta við úrvalið á næstunni.

„Það hefur verið draumur hjá okkur vinkonunum í nokkur ár að opna saman barnabúð. Við höfum alla tíð haft áhuga á tísku og hönnun og þegar við eignuðumst stelpurnar okkar Matteu Móu og Melrós Míu með árs millibili fórum við mikið að spá í barnavörum. Við höfum báðar búið erlendis um árabil og kynnst ýmsum barnavörumerkjum sem okkur langaði að kynna á Íslandi. Öll vörumerkin eru vandlega valin með gæði og þægindi í fyrirrúmi fyrir bæði börn og foreldra,“ segja þær á heimasíðu verslunarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert