Fagnaði afmælinu með dóttur sinni

Khloé Kardashian ásamt True.
Khloé Kardashian ásamt True. Ljósmynd/Instagram

Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian fagnaði 38 ára afmæli sínu með dóttur sinni, True Thompson um helgina. Kardashian var í þröngum bleikum kjól og var útlit hennar í anda Barbie. Dóttir hennar var líka í bleikum kjól en það virtist vera þemað hjá þeim mæðgum.

Kardashian hélt einnig upp á hækkandi aldur með stórfjölskyldu sinni í síðustu viku. Sögusagnir herma að hún sé að hitta fjárfesti og það sé nýjasta ástarævintýri hennar, hún hefur þó ekki staðfest þetta.

Kardashian hefur átt í stormasömu sambandi við barnsfaðir sinn Tristan Thompson undanfarin ár en eru þau nú endanlega hætt saman.

mbl.is