Það sem enginn segir þér um fæðingar

Engin fæðing er eins og upplifanir kvenna mismunandi
Engin fæðing er eins og upplifanir kvenna mismunandi Ljósmynd/unsplash/JimmyConover

Það eru margar konur sem vita ekki hvað gerist í fæðingum, enda er það skiljanlegt þar sem upplýsingagjöfin getur verið mismunandi. Barnavefurinn tók saman lista af því sem hefur komið konum mest á óvart þegar þær upplifðu fæðingu sjálfar. 

Það þarf að fæða fylgjuna

Eftir að barnið er fætt þarf að fæða fylgjuna, þetta kemur mörgum konum á óvart. 

Það er óþægilegt að láta athuga útvíkkun

Það getur verið frá því að vera óþægilegt í að vera sársaukafullt þegar það er verið að athuga útvíkkun.

Börn fæðast oft fjólublá

Litur á nýfæddum börnum getur verið mismunandi en þau eru oftast með fjólubláan blæ.

Fæðing getur tekur á bæði líkamlega og andlega
Fæðing getur tekur á bæði líkamlega og andlega Ljósmynd/unsplash/RebekahvosGoab

Að missa vatnið er ekki eins og í bíómyndum

Vatn getur byrjað að leka hægt og rólega. Það kemur ekki endilega gusa eins og þekkist í kvikmyndum. 

Það er vont þegar legið dregst saman

Eftir fæðingu þarf legið að draga sig saman, brjóstagjöfin hjálpar leginu að koma sér aftur á sinn stað. Þetta ferli er sársaukafullt og verður verra með hverju barninu.

Útvíkkun getur verið hæg

Útvíkkun getur tekið nokkra daga eða vikur. Hún getur líka verið mjög hröð og tekið stuttan tíma.

Ljósmynd/unsplash/PatriciaPrudente

Hríðar geta byrjað þó þú missir ekki vatnið

Það eru ekki allar konur sem missa vatnið áður en þær byrja að fá hríðar. Margar missa það í fæðingunni svo eru sumar sem missa það aldrei. Þá fæðist barnið í belgnum og vatnið sprengt eftir að barnið kemur út. 

Sársaukinn er ekki bara í píkunni

Margar konur finna fyrir sársauka í endaþarmi í fæðingu og eru meira aumar þar eftir að hafa fætt barn heldur en í fæðingarvegi.

mbl.is
Loka