Hefur stöðugar áhyggjur af börnunum

Sjónvarpsstjarnan ásamt syni sínum.
Sjónvarpsstjarnan ásamt syni sínum. Skjáskot/Instagram

Sjónvarpsstjarnan Christine Lampard opnaði sig á dögunum um heilsukvíð sem hún glímir við. Lampard segist hafa fundið fyrir óhóflegum kvíða yfir heilsu sinni að undanförnu, en kvíðinn beinist helst að þeirri tilhugsun að geta ekki verið til staðar fyrir börnin sín ef hún veikist. 

Lampard á tvö börn, þriggja ára dóttur og eins árs son, með knattspyrnustjóranum Frank Lampard. Hún segist finna sterkt fyrir því að vilja vera til staðar og í kringum börnin sín, sem í kjölfarið valdi henni miklum áhyggjum yfir hugsanlegum heilsubrestum.

Í samtali við The Mirror sagðist Lampard reyna að halda ró sinni, en það hafi oft öfug áhrif á hana. „Allt í einu hugsa ég: „Ég get ekki verið veik því ég verð að vera hér fyrir börnin mín.“ Ég hef stöðugar áhyggjur af þeim,“ sagði hún. 

mbl.is