Ófrísk eftir mikil erfiði

Leikkonan Jessamy Stoddart er ólétt að sínu fyrsta barni. Hún og maðurinn hennar, Ryan hafa lengi glímt við ófrjósemi. Stoddart er þekktust fyrir leik sinn í þáttaröðunum Hollyoaks. 

Jessamy Stoddart
Jessamy Stoddart Instagram

Einskær gleði og hamingja skín í gegn í færslu Stoddart þar sem hún tilkynnti um óléttuna.

„O'G barn við elskum þig svo mikið strax. Litla regnbogabarnið okkar, kemur í desember 2022. Að komast hingað hefur verið ferðalag. Það er stundum löng leið að því að verða foreldri. Fyrir þann sem er að lesa þetta og er sjálfur að standa í þessu þá sé ég þig og skil þig,“ skrifarði leikkonan.

mbl.is