Fór svöng af Emmy-verðlaunahátíðinni

Chrissy Teigen og John Legend á Emmy-verðlaunahátíðinni.
Chrissy Teigen og John Legend á Emmy-verðlaunahátíðinni. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen var allt annað en sátt með matarpakka sem voru í boði á Emmy-verðlaunahátíðinni í gær, mánudag. Teigen og eiginmaður hennar, tónlistamaðurinn John Legend, eiga von á sínu þriðja barni í byrjun árs 2023. 

Teigen deildi mynd af verðlaunahátíðinni í gær, en á myndinni sat eiginmaður hennar og hélt á lítilli öskju sem innihélt súkkulaðihúðaðar kringlur, hnetur, snakk og þurrkaðar apríkósur. „Ó, ég þarf meira en þetta,“ skrifaði fyrirsætan við myndina sem hún birti á Twitter. 

Hjónin voru sérlega glæsileg á rauða dreglinum og virtust skemmta sér vel þó þau hafi farið svöng heim, en Teigen klæddist fallegum bleikum pallíettukjól á meðan Legend var í rjómalituðum jakkafötum. 

Teigen og Legend voru glæsileg á verðlaunahátíðinni.
Teigen og Legend voru glæsileg á verðlaunahátíðinni. AFP
mbl.is