Sendi ljósmyndurum væna pillu

Blake Lively.
Blake Lively. ANGELA WEISS / AFP

Leikkonan Blake Lively er síður en svo ánægð með að fjöldi ljósmyndara hafi komið sér fyrir, fyrir utan heimili hennar. Lively opinberaði að þau Ryan Reynolds ættu von á sínu fjórða barni í síðustu viku. Um helgina deildi hún fjölda mynda af sér með kúluna og sagði ljósmyndurunum að hypja sig. 

„Hér eru raunverulegar myndir af mér óléttri, svo þessir ellefu gaurar sem bíða eftir einstöku skoti fyrir utan húsið mitt geta látið mig í friði. Mér og börnunum mínum finnst þetta óþægilegt,“ skrifaði Lively. 

Lively og Reynolds eiga saman þrjár stúlkur og hafa haldið þeim úr sviðsljósinu eins og þau geta. Hún hvatti aðdáendur sína til að sniðganga fjölmiðla og síður á Instagram sem birta myndir af börnum frægra einstaklinga án leyfis. „Þið hafið öll völd. Og þakka ykkur fyrir, fjölmiðlafólk, sem birtið ekki myndir af börnum. Þið skiptið öllu máli,“ skrifaði leikkonan.

View this post on Instagram

A post shared by Blake Lively (@blakelively)

mbl.is